Færsluflokkur: Bloggar

veikindi

Páskahelgin var fín.Okkur var boðið í mat á laugardkv hjá Ingvari og Sollu og fengum mjög gott að borðaSmile fjölskyldan fór í göngu á sunnud í þessu meiriháttar góðu veðri og ég hef ekki séð svona mikið af fólki á ferðinni um bæinn og öll fjöll eins og strætóstoppistöðvar svo mikið af fólki og gaman að því.Ég og Matti fórum svo í göngu í gær en þá var veðrið ekki eins gott því miður(s3010147.jpgFórum smá bryggju rölt)Hinni er orðinn veikur því miður er með hita og ekkert annað að ég held.

Páskafrí

s3010115.jpgÞá er komið páskafrí en ég þarf að vinna á laugardaginn þá á að byrja að setja upp nýju humarlínuna.Hinni er búinn að vera í fríi síðan á föstudag og matti er búinn að bíða síðan þá eftir að komast í frí. Annars er allt gott að frétta af okkur og nóg að gera.tók myndina af strákunum núna áðan þar sem þeir eru að horfa á sjónvarpið og borða saltstangir.

Nóg að gera

Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana unnið til 5-6 á daginn og vinna á morgun.Byrja rétt rúmlega 6 í fyrramálið og vinna til 15.Þá er Hinni kominn í páskafrí en ekki restinn af fjölskyldunni.Matti náði að meiða sig á leikskólanum,er með skurð í tungunni en hann veit ekki hvernig það gerðist og sagði ekki frá því fyrren löngu seinna og leikskólakennarnir vita ekki hvað kom fyrir.En hann er hress fyrir því.Allir hressir og kátirSmile

Lítið að gera

Það er nú frekar lítið að gera hjá mér í vnnunni en verður miklu meira þegar humarinn byrjar vonandi.Það er að koma ný lína í humarinn og meiri breytingar þar sem eru byrjaðar og er ég að vinna í þeim með fleirum.Annars allt gott að frétta af okkur. Reyndar er rok úti en þurrt eða eins og var sagt í einu viðtali sem ég heyrði það sé alltaf logn en mismunandi hraði á þvíLoL

Leti

Það er nú búið að vera lítið um að vera hjá mér.Fór út að borða á föstudagskv með frúnni minni og fengum mjög góða steik á cafe maria en þjónustan ekki eins góð.En yndislegt kvöld samt og kærkomið eftir góða vinnutörn hjá mér .Í gær var rólegt hjá mér í vinnunni var meira og minna að finna mér eitthvað að gera.Er heima í dag útaf því að að Hinni minn var sóttur í skólann í gær veikur með einhverja magakveisu og leyfðum honum að vera heima í dag til að klára að jafna sig og hann er nú orðinn góður núna.Þetta er fyrsta skiptið sem hann verður veikur í vetur sem betur fer.Matti vildi að afi sinn myndi sækja sig á leikskólann í dag og átti að sækja sig snemma,þannig að það var hringt í Afa í hádeginu og hann beðinn um það sem hann ætlar að gera og ég veit að Matti minn verður mjög ánægður þegar afi sækir hann.

Loðnan búin

Þá er loðnuvertíðin búin var að vinna í nótt og nú fer maður að vinna á eðlilegum vinnutíma.Er orðinn svolítið þreyttur en verð orðinn fínn fljótt aftur vonandi.Matti fékk að sofa í mínu bóli í nótt sem leið og var mjög ánægður með þaðSmile Hinni hjólaði í skólann í fyrsta skipti hér í eyjum og hjólaði svo til ömmu sinnar eftir skóla og svo heim mjög duglegur og ég held að hann ætli að hjóla aftur á morgun sem ég reyndar vona að hann geri það.Honum veitir ekki af að hreyfa sig meiraHappy

Smá fréttir

Jæja í dag er fyrsti dagurinn í hálfan mánuð að ég var búinn að vinna réttrúmlega 3 en það verður eflaust langur dagur á morgun því að restinn af loðnunni er að koma í kvöld og það verður byrjað að pakka hrognum í fyrramálið vonandi.Hér er snjórinn farinn sem betur fer og þetta fína veður heitt og smá golaSmile

Hrogn og meira

Það er nóg að gera í hrognafrystingu unnið allan sólarhringinn en á voná að það verði búið á mánudag eða þriðjudag.Nú er ég á 12 tímavöktum sem er fínt og er á dagvöktum sem er ennþá betra.Hér er snjórinn að hverfa sem betur fer og allir hressir og kátirHappy

vinna

Það eru langir dagar hjá mér í vinnunni og nóg að gera hjá mér.Var að vinna frá 4 til 18 í dag og mæti á morgun kl 8 og veit ekki hvað ég verð lengi þá.þessi vika er búin að 13 og 14 tíma dagar hjá mér.Hér er allt á kafi í snjó en það er verið að spá rigningu sem betur fer og vona að snjórinn hverfi allur en á reyndar ekki von á því.

Loðna :)

Jæja þá kom loðna til okkar og ég í flokkstjórastarfiðSmile það er verið eingöngu verið í loðnuhrognum og nóg að gera eins og er og unnið allan sólarhringinn.Ég vann 14 tíma í gær og rúmlega 13 í dag og á voná öðru eins á morgunn.Veit ekki hvað ég labba mikið í vinnunni eflaust einhverja kílómetra á dag.Svæðið sem ég sé um er nokkuð víðfemt.Gærdagurinn fór meira og minna að setja mig inní verkferlana og taka inn mikið af upplýsingum en dagurinn í dag var að stjórna framleiðslunni á hrognunum.Á von á að eitthvað stoppi í vikunni á hrognum en vona að svo verði ekki.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ásgrímur Ágúst Hinriksson
Ásgrímur Ágúst Hinriksson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband