18.1.2010 | 17:26
Á toppnum
Við strákarnir fórum uppá topp á Helgafellinu og voru ekki lengi að því. Vorum um 20 mín upp og ég er svo stoltur af strákunum
þeir kvörtuðu ekkert á leiðinni upp og vildu helst vera lengur uppi.Það var gott veður smá gola og skýjað eins og sést á myndunum.Þetta var mjög hressandi að fara þarna upp næst er stefnan að fara uppá Eldfellið og reyna minnka lofthræðsluna hjá mér
ætli ég reyni ekki að fara nokkrar ferðir uppá Helgafellið og Eldfellið áður en ég reyni að fara uppá eitthvað annað fjall. Á að mæta snemma í vinnu í fyrramálið á að vera á hausavélinni fram að hádegi svo námskeið eftir hádegi sem er fínt smá tilbreyting fyrir mig í vinnunni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vúhúú, dugnaðurinn :) Mín börn hefðu kvartað ALLA leiðina, stollt af þeim. Við löbbum þetta með ykkur þegar við komum í heimsókn, þarf að plana heimsókn með mö og pa :) ....mamma eitthvað smeyk við Herjólf.
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 18.1.2010 kl. 18:10
já það er flott útsýni þarna uppi og ekki erfitt að ganga upp fyrir óvana.Mamma verður þá að fljúga
Ásgrímur Ágúst Hinriksson, 18.1.2010 kl. 19:17
Dugnaðurinn í ykkur feðgunum - eyjarnar svíkja ekki :)
Óskar Örn Guðbrandsson, 20.1.2010 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.